laugardagur, apríl 24, 2010
fimmtudagur, apríl 22, 2010
þriðjudagur, apríl 20, 2010
mánudagur, apríl 19, 2010
Netið
Eftir að ég kom hingað norður þá hefur uppáhaldssíðan mín eða minnsta kosti sú sem ég kíki oftast á verið Vegagerðin og upplýsingar þar um umferð og færð.
Ekki það að ég sé svona mikið á ferðinni en einhverra hluta vegna finnst mér þetta mjög nauðsynlegar upplýsingar. Svo næsta síða á eftir sem ég hef kíkt mikið inn á og ekki hefur verið áður ern veður.is og þá Mývatnsstöðin. Þar þarf ég til dæmist nauðsynlega að vita hversu kalt mér á eftir að verða ;) en svo reyndar er ekki eins kalt hér og fyrir sunnan þó mínusstigin séu fleiri.
Svo verður það að viðurkennast að ég er að verða hálf "ónýt" að vera netlaus heima hjá mér - það var allt í lagi fyrstu 2 mánuðina en er farið að segja svoldið til sín núna. Skelfilega er maður háður þessu neti.
föstudagur, apríl 16, 2010
Myndir
Þegar ég var fyrir sunnan tókst mér að setja inn eitthvað af myndum á myndasíðuna mína.
En ég er enn bara í febrúar - tókst semsagt ekki að láta inn allar myndirnar.
miðvikudagur, apríl 07, 2010
Svaðilför
Lenti í svaðilförum í dag. En ákvað að fara að Hverfjalli (Hverfelli) til að skoða skiltin þar. Það var mikil snjór á veginum en tókst að komast áfram alveg þangað til að ég týndi veginum. Var ekki viss hvar hann héldi áfram. Þannig að ég fór út úr bílnum til að átta mig og reyna að finna út hvar hann héldi áfram, steig nokkur skref og pomp. Ég með aðra löppina óní gjótu og finn enga fótfestu. Næ ekki að koma mér upp og hugsa um það að ef ég dytti alveg í gjótuna get ég ekki einu sinni hringt á hjálp því símarnir væru í bílnum. En mér tókst að krafla mig upp hinumegin en var ekki viss hvort snjórinn mundi láta undan eða hvort eitthvað fast væri undir. En það hélt og ég komst í bílinn og var fljót að koma mér í burt. Phew þetta var smá scary á tímabili.