Strandganga
Yndislegur dagur í gær - alveg meiriháttar.
Veðrið var alveg frábært - stórkostlegt gönguveður. Hefði sólin verið líka þá hefði verið alltof heitt.
Gengum í gegnum alveg frábært landslag, hraun og meira hraun. Er alveg mitt ákjósanlegt gönguland það er að segja ekki upp á móti ;)
Var hundur með í för sem lærði að drekka af stút í ferðinni.
Eftir góðan dag þá grilluðum við og skelltum okkur svo á tónleika.
Ákvað var á staðnum (tónleikastaðnum) að hafa fyrri partinn bara úti. Sátum við því úti við kl. níu um kvöld í þvílíkri blíðu að hlusta á ljúfa tóna.
Ég svoleiðis kolféll fyrir hljómsveitinni Árstíðum.
Á heimleið var líka svo fallegt veður og sáum vel yfir til vestfjarða og sólin við það að setjast. Sjaldnast sem ég sé líka sjóinn svona spegilsléttan hérna.
Alveg yndislegur dagur og kvöld.
Merkilegt líka að eftir að ég kom hérna vestur þá hef ég farið á þrjá tónleika og keypt mér þrjá geisladiska. Þegar ég er fyrir sunnan fer ég nú ekki svona mikið á tónleika ;)
sunnudagur, júní 28, 2009
Birt af Linda Björk kl. 15:01
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 Mjálm:
Sveitavargurinn er sooo menningarlegur. Ásta sveitavargur
já svo mikið menningarlegri heldur en höfuðborgarlýðurinn.... ;)
Skrifa ummæli