Strandganga
Yndislegur dagur í gær - alveg meiriháttar.
Veðrið var alveg frábært - stórkostlegt gönguveður. Hefði sólin verið líka þá hefði verið alltof heitt.
Gengum í gegnum alveg frábært landslag, hraun og meira hraun. Er alveg mitt ákjósanlegt gönguland það er að segja ekki upp á móti ;)
Var hundur með í för sem lærði að drekka af stút í ferðinni.
Eftir góðan dag þá grilluðum við og skelltum okkur svo á tónleika.
Ákvað var á staðnum (tónleikastaðnum) að hafa fyrri partinn bara úti. Sátum við því úti við kl. níu um kvöld í þvílíkri blíðu að hlusta á ljúfa tóna.
Ég svoleiðis kolféll fyrir hljómsveitinni Árstíðum.
Á heimleið var líka svo fallegt veður og sáum vel yfir til vestfjarða og sólin við það að setjast. Sjaldnast sem ég sé líka sjóinn svona spegilsléttan hérna.
Alveg yndislegur dagur og kvöld.
Merkilegt líka að eftir að ég kom hérna vestur þá hef ég farið á þrjá tónleika og keypt mér þrjá geisladiska. Þegar ég er fyrir sunnan fer ég nú ekki svona mikið á tónleika ;)
sunnudagur, júní 28, 2009
föstudagur, júní 26, 2009
Spennandi gönguferð
Á morgun er strandganga á vegum þjóðgarðsins.
Er þvílíkt spennt fyrir þessari ferð og hlakka til.
Leið sem ég hef ekki farið og lengi langað að ganga :)
Er frá Skálasnaga að Beruvík :)
Allir velkomnir.
laugardagur, júní 20, 2009
251
251 fóru á toppinn á Snæfellsjökli í nótt.
Því miður var ég ekki ein af þeim :( - megnaði ekki meir en um 1000 m hæð og orkan þá farin.
En allt gekk vel og fengum geggjað veður.
Í dag dauðsé ég eftir að hafa ekki komist alla leið en var skynsamlegast að snúa við. Afrekaði það hinsvegar að æla líka á Snæfellsjökul.
Alveg hræðilegt þar sem maður á ekki að skilja neitt eftir, verð að muna eftir poka næst ;) eða muna að taka hann upp...
Fékk að vita úr talstöðinni þegar hópurinn var komin á toppinn - en þau komust um hálf tvö eða tuttugu mínutur yfir eitt. Lögðu svo af stað aftur rétt um tvöleytið niður.
Það fyndna var að þegar ég átti ekki langt eftir að bílastæðinu þar sem rúturnar voru þá var mér litið aftur og sá alla strolluna á leið niður eina brekku. Þannig að ég mátti næstum því hafa mig alla við að ná á bílastæðið á undan þeim ;) - þau voru reyndar að koma á mjög mismunani tíma niður.
Á leið minni niður mætti ég líka þremur konum á uppleið - einhverjum sem hafði lagt af stað eitthvað á eftir okkur vegna einhverja fatavandræða og fleira. Bjargaði "lífi" þeirra með því að gefa þeim súkkulaði mitt þar sem orkan hjá þeim var ekki mikil.
En mynd af hópnum í byrjun, svona áður en ég var stungin af ;)
Komst ekki nær toppnum en þetta :(
föstudagur, júní 19, 2009
miðvikudagur, júní 17, 2009
Hreggnasi
Loksins loksins lét ég verða af því að ganga upp á Hreggnasa :)
jeii - frábært útsýni þaðan - eða svona þegar þokuslæðingur var ekki að flækjast fyrir.
Á toppninum hitti ég fjóra hrafna.
Útsýni frá Hreggnasa - Rif og Búrfell sést þarna.
Rauðhóll - flottur.
Annars eru fleiri myndir í myndaalbúminu mínu :)
Komst líka að því mér til skelfingar að þónokkuð er af túristum er á einum af mínum uppáhaldsstöðum. Kenni um betri veg að staðnum - spurning um að fara í skemmdarverk til þess að losna við fólkið hahaha ;)
mánudagur, júní 15, 2009
sunnudagur, júní 14, 2009
Helgin
Annasöm helgi að baki.
Á föstudagskvöldið var skellt sér á tónleika með ljótu hálvitunum, algjörlega magnað og voru líka eiginlega bara með uppistand :)
Laugardaginn var ég svo á gestastofunni þar sem kom alveg heill hellngur af fólki og ég var vægast sagt dauðþreytt eftir daginn.
Í dag skellti ég mér svo í blómaskoðun með Hákoni, létu reyndar ekki margir sjá sig en gangan var góð.
###
Lítur út fyrir að ég þurfi að gera mér ferð í bæinn til þess að fara til augnlæknis, farið að pirra mig á þessu hvað mér finnst ég sjá illa.
laugardagur, júní 13, 2009
miðvikudagur, júní 10, 2009
Þrýstingur
Ég hef lengi ætlað mér eða stefnt að því að kaupa "fansí" myndavél, langar í góða og einfalda myndavél sem getur súmað vel inn :)
Litla systir mín átti afmæli á mánudag, varð 25 ára, nema ég var með í gjöf frá pabba og co og gáfum við henni gjafabréf á ljósmyndanámskeið. Í umræðum um hvað væri nú sniðugast að gefa henni þá sagði ég við pabba að ég hefði alltaf ætlað mér að draga þau með mér á námskeið þegar ég væri búin að fá mér góða vél.
Nema hvað þegar systir mín fékk svo gjöfin þá að sjálfsögðu spurði hún pabba hvenær þau ættu að drífa sig - hún greyið fékk svarið að það yrði ekki fyrr en í ágúst eða í haust þegar stóra systir hennar væri búin að kaupa sér vél.
Þannig að nú "neyðist" ég til þess að kaupa mér vél svo systir mín geti notað gjafabréfið sitt.
Einhverjar uppástungur - þigg alveg allar ráðleggingar :)
laugardagur, júní 06, 2009
Skrýtið
Þriðji landvörður kom í dag.
Eftir að þau voru búin í hádegismat þá fóru þau út að vinna, var frekar skrýtið að sitja eftir. Lá við að ég spyrði hvort ég mætti bara ekki koma með ;)
Þess í stað fór ég í smá göngutúr, sá tvö fiðrildi sem ég man bara ekki til að hafa séð áður hér.
En svona var/er nú fallegt veður í dag.
föstudagur, júní 05, 2009
Satt eða logið
Gæti sagt ykkur frá því hvernig ég kveikti í íbúðinni, bjargað manni frá hættu, hlaupið 10 km fyrir vinnu hvern morgun.
En þá væri ég nú bara að ljúga ;)
Þess í stað fór ég á fína tónleika hjá trúbatrixum á miðvikudagskvöldið og bara búin að vera að vinna.
Er þreytt og fegin að það sé komin helgi.