Renna út á tíma
Er sennilegast að renna út á tíma hérna að gera áætlun, skipulag og aðgerðaráætlun. Það er að segja ef ég ætla að verða starfhæf áður en ný ríkisstjórn tekur við. Er samt eitthvað í áttina - á góða daga og slæma í afköstum.
Verst bara hvað ég er eitthvað lengi að lesa.
###
Meira af kóngulóm
Einn morguninn núna í vikunni gekk ég inn á baðherbergi (ekkert óvenjulegt við það), þar sá ég einhverja dökka þúst við vegginn sem ég var nokkuð viss um að hefði ekki verið þar í gær. Þannig að ég fór tilbaka inn í herbergi að ná í gleraugun (já sé illa :() og þegar ég kom tilbaka sá ég hvað þessi dökka þúst var.
Það var stór og feit kónguló - ekki sú sama og ég sá fyrir einhverjum dögum síðan. En ég ákvað að láta hana vera og hún hvarf, hvert veit ég ekki en er mjög forvitin að vita hvar þær halda til því engir eru kóngulóavefirnir í sjónmáli.
En í morgun þegar ég var inn í herbergi (ekki baðherberginu) þá skaust kónguló framhjá mér og þar sem hún var á hreyfingu þá vissi ég hvað þetta var svona gleraugnalaus og sú var fljót að fjúka. Er alveg nokkuð viss um að þetta var ekki stóra og feita sem ég sá í vikunni heldur hin. Er með þá kenningu að þessi stóra og feita hafi rekið þessa út úr baðherberginu.
En þær verða að vita sinn sess...
Eru ekki annars allir spenntir fyrir að koma í baðherbergið mitt? :)
föstudagur, janúar 30, 2009
Birt af Linda Björk kl. 15:14
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 Mjálm:
Ef ég verð einhverntíman vinafá og einmana þá fæ ég afnot á baðherberginu þínu.
Miðað við framgang (Framsókn!) mála í stjórnmálalífi landans þá gæti ég best trúað að þú vinnir keppnina.
Guðmunda
heyrðu já - ég fæ smá auka tíma þar... heppin ég :)
Skrifa ummæli