BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

mánudagur, nóvember 01, 2004

Æskuminningar

Æskuvinkona að norðan kom í bæinn um helgina og gisti hjá mér (mömmu)um helgina. Vorum að rifja upp æskuminningar á föstudagskvöldinu - var þrælskemmtilegt. Komumst að því að gatan sem við bjuggum í var þrælgóð og gott umhverfi til þess að alast upp í en því miður staldraði ég stutt við eins og á flest öllum stöðum.

Eitt af því sem við gerðum í "gömlu&góðu" daga þegar við vorum litlar (milli 8 og 10 ára)var að ganga milli húsa í götunni okkar og götunni fyrir ofan okkur til þess að sníkja nammi/góðmeti. Bönkuðum upp á hjá gamla fólkinu (mest hægt að græða á þeim sko :)) og spurðum hvort þau ættu eitthvað til þess að gefa okkur. Í dag finnst mér alveg ótrúlegt að við skulum hafa gert þetta en við fengum oftast eitthvað gott upp úr þessu :) ekkert endilega nammi heldur kökusneið og á í einu húsi þá fengum við alltaf að fara í garðinn og taka upp nokkrar gulrætur handa okkur.
Síðan að sjálfsögðu var það leynifélagið sem við stofnuðum ásamt tveimur strákum í götunni. Meðal hlutverka sem við höfðum var að fylgjast með fólki og áttum við það til að elta fólk langar leiðir.

Ég hef alltaf þessar saknaðarminningar frá Löngumýrinni!

Þess má geta að alltaf þegar ég er fyrir norðan þá er Löngumýrin ekin - enda ekki heldur verra að mamma vinkonur minnar býr enn á sama stað :-)

blast to the past

0 Mjálm: