BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Trousers inspector!

Trousers inspector er nýi vinnu-titillinn minn. Allavega þannig var ég kynnt af körfuboltastráknum þegar hann kynnti mig fyrir mömmu sinni.

Annars er búið að vera eitthvað voða mikið útstáelsi (hef ekki hugmynd um hvort þetta sé orð eða ekki) á mér undanfarið enda er ég að leka niður af þreytu núna. Fór á kaffihús með tveimur vinkonum í gær - var mjög fínt.

enn á ný þreytt

mánudagur, nóvember 29, 2004

Samkvæmt sjálfri mér!

það hlakkaði smá í mér þegar ég heyrði fréttirnar um að hópur fólks (5 stykki)hafi ráðist inn í íslenska sendiráðið í London til þess að mótmæla kárahnjúkum.

Einum ákveðnum aðila fannst ég ekki alveg samkvæmt sjálfri mér og það má vel vera en mér er eiginlega bara alveg sama :)

jamm

Þreytt

Arrggg ég er þreytt!

Ætlaði aldrei að geta sofnað í gærkveldi eftir að ég kom heim - svo í þokkabót þegar maður sofnar svona seint þá oft sefur maður illa vegna þess að maður hefur áhyggjur af að sofa yfir sig.

Fæ lasagna í hádegismat..... namm namm

lasagna yeah!

laugardagur, nóvember 27, 2004

Ástand

Það er verra ástand á mér en ég hélt.....

Í morgun þegar ég vaknaði þá fór ég að pæla í því hvar í ósköpunum ég væri stödd, pældi síðan í því af hverju ég heyrði umgang fyrir ofan mig. Þurfti síðan að hugsa mig um vel og lengi hvernig ég byggi, þegar ég opnaði í augun síðan þá rann upp fyrir mér smátt og smátt hvar ég var og hvernig ég byggi.

Að sjálfsögðu var ég hvergi annarsstaðar stödd en í rúminu heima hjá mér... að vakna á óguðlegum tíma þegar maður ætlar að sofa út.

ekki í góðu ástandi

föstudagur, nóvember 26, 2004

Ekki í lagi..

Það er sko ekki í lagi með mig... þegar ég hef ætlað að hringja í pabba undanfarið þá hef ég hringt í númerið hjá sjálfri mér og núna rétt áðan þá ætlaði ég að senda pabba sms í gegnum heimasíðu símans - heyrði í gsm símanum mínum og hugsaði með mér voðalega er hann fljótur að svara þegar ég fattaði að ég hafði sent sjálfri mér sms.

Spurning hvort of mikið liggi á mér þessa dagana þar sem ég er að ruglast svona eða bara einfaldlega ég er bara ekki í lagi!

Linda í ruglinu

Æðstistrumpur

Það var sagt við mig í gær að ég yrði það svona nokkurs konar í dag að minnsta kosti hérna megin í húsinu!
Jamm vel flestir í fríi og eftir hádegi lítur út fyrir að ég verði sú eina á skrifstofu og móttöku.

Spurning hvort einmanaleikinn fari að hrjá mig í vinnunni! Ha nei ég er svo skemmtileg getur ekki verið.

Linda í bullinu

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Hreinskilni

Er að pæla í því hvort ég sé mjög hreinskilin manneskja - hvort ég komi alveg hreint fram við annað fólk og læt vita af því sem mér mislíkar og þá hvort það sé um of hjá mér eða kannski bara ekki neitt.

var nefnilega á fund í vinnunni - sem ég bað um, hef á tilfinningunni að ég hafi kannski sagt of mikið. Hafi gefið of mikið tækifæri á mér.
Þá er ég alls ekki að meina það sem ég var að gagnrýna það sem mætti fara betur að mínu áliti heldur hvernig ég hugsa.

Arg vona að einhver skilji mig.....

einhver, anybody...

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Kom að því...

Það er komin vond lykt og loft inn á skrifstofu til mín núna - er komin einhver mengunarský hérna yfir..... ojojoj

ullabjakk

Afmæli

Haukur Atli bróður er táningur í dag! Minnsta kosti komin á táningsaldurinn - orðin 13 ára og fer að fermast! Líður svo hratt....

Til hamingju með afmælið Haukur minn

hann á afmæli í dag....

Bussy

Það hleðst upp af lögreglubílum hér fyrir utan - en kannski eru bara vaktaskipti!

Loksins umferðin að minnka hérna um Sundlaugaveginn.

Linda í nánast beinni

mánudagur, nóvember 22, 2004

en að sama skapi enda jafn snögglega....

hlutirnir eru að gerast svoldið hratt fyrir þessar stundirnar......

Gömul

ojá held ég sé bara orðin gömul fyrir aldur fram - vaknaði nefnilega klukkan sex í morgun og gat ekki sofnað aftur hvað sem ég reyndi. Var síðan komin með moggann upp í til mín 6:45.

Ef þetta er ekki merki um öldrun þá veit ég ekki hvað...

Linda gamla

föstudagur, nóvember 19, 2004

Fyrir ári síðan....

Fyrir ári síðan var ég í Cienfugos á Kúbu, var mér heitt og var að upplifa eitthvað nýtt og spennandi á hverjum degi...... fyrir ári síðan var mér heitt....

Í dag er mér kalt.....sit undir sæng full klædd því það er kalt. Nýbúin að hringja í dominos til þess að panta mér að borða og pantaði sömu gömlu pizzuna.
Í dag er er ég líka að hugsa um allt aðra hluti heldur en fyrir ári síðan!

Í dag læt ég mig samt enn dreyma um framandi slóðir og ævintýri eins og ég gerði fyrir ári síðan......

Eftir ár.....get ég ekki ímyndað mér hvað ég verð að gera en vona að ég verði að gera eitthvað spennandi - skoða eitthvað nýtt, upplifa eitthvað nýtt og verði aðeins hlýrra heldur en í dag!

Var það búið að koma fram að mér er kalt!

þetta blogg var EKKI í boði eftirsjáar heldur tækifæra og upplifana

Uppörvandi blogg

Kaldhæðni í hámarki... jamm er kalt og svöng!!
Þoli ekki að vera svöng og enn leiðinlegra að fá sér að borða. Finnst það alveg óheyrilega leiðinlegt að finna eitthvað að borða, taka það til og að borða það er svo sem í lagi svo lengi sem þetta er "skemmtilegur" matur.
Já ég get misst lystina fljótlega ef ég borða ekki "skemmtilegan" mat.

Vandlifað í þessum heimi!

Þoli ekki biðtíma - stundum vil ég að allt gerist strax, nema vondir hlutir.

Jamm ég á einn góðan vin sem ég vil hrósa - vil ekki nefna nafnið hans þar sem hann færi ábyggilega hjá sér en hann veit hver hann er :).
Þessi vinur á það til að vera rosalega uppörvandi og láta mann líða mjög vel og láta mann finna það að maður skipti máli í hans lífi. Ég fíla hann í tætlur!
Í dag sagði hann við mig þegar ég nefndi að við þyrftum að fara að hittast og þyrftum að ákveða tímasetninguna því við værum svo bussy, orðrétt sagði hann: Jú en ég finn alltaf tíma handa fólki sem mér þykir vænt um.....

Þannig að ég vildi segja að Þú ert frábær og gott að eiga þig að sem vin því það gerir mig að betri manneskju!

það þarf að hækka hitastigið hérna....brrr...

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Klikk systir

ojá ég á klikk systir sem er kannski ekki skrýtið þegar litið er til þess hver er pabbi hennar hehehehe.

Allavega við vorum að spjalla á msninu sem er svo sem ekkert óvanalegt (höfum horft á tvið saman í gegnum msn)og ég var að segja henni eitthvað voða merkilegt og þetta er svarið sem ég fékk:

litla systir says:
nei, í svona oh stíl
litla systir says:
og hvað ?
Linda says:
oh stíl??
Linda says:
Hvað er það?

þegar ég var nýbúin að spurja þessarar spurningar um hvað oh stíl væri þá hringdi síminn og var það ekki litla systir að segja oh stílinn og svo lagði hún á og hélt áfram að tala við mig á msninu :) hélt ég mundi deyja úr hlátri.

Jamm litla systir er klikk - svo í þokkabót ætlaði hún ekki að geta þegið það að fá tölvuna mína lánaða svo hún gæti nú lært en síðan finnst henni ekkert mál að lána mér bílinn sinn.

Já sumir eru bara klikk og ekki viðbjargandi ;)

Linda sem á klikk systur

Úti er alltaf að snjóa...

Er hvorki himinlifandi né hundfúl yfir þessum snjó - er bara nokk sama. Vona bara að fólk fari varlega þarna út í umferðinni.

Er með hausverk og þá er sko ekki gaman að fara í vinnu nr. 2 :(

Er búin að vera að vinna í heimasíðunni eða í ákveðnum texta að uppfæra og svona í vinnu nr. 1 í dag og í gær.
Það hefur svo sem verið ágætt nema ekki skemmtilegt forritið sem hún er unnin í þar sem það hlýðir ekki alveg :( en held áfram á morgun er ekki alveg búin.

og enn snjóar...

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Kvikmyndatónleikar

Fór á kvikmyndatónleikana hjá Sinfóníunni og Kvikmyndafélaginu í gær með Árna, Arndísi og Helenu. Fyrri myndin var Hundalíf með Charlie Chaplin og seinni myndin var Klukkan tifar. Fannst Charlie Chaplin mun betri.
Hins vegar er eitt sem fer óhemju mikið í taugarnar á mér á tónleikum með sinfóníunni og það er þessi hefð að klappað sé sérstaklega fyrir aðal fiðluleikaranum, að þessi fiðluleikari komi seinast inn og svo heilsar stjórnandinn fiðluleikaranum með handabandi.
Læt þetta alveg fara alveg rosalega í taugarnar á mér að einum úr "bandinu" skuli vera hampað svona sérstaklega. Finnst þetta eitthvað snobb.
Eflaust á þetta til einhvers að rekja og ég þekki bara einfaldlega ekki vel til Sinfóníunnar og hvernig þetta virkar en fyrir mig þá get ég ekki séð að þessi fiðluleikari sé að gera eitthvað umfram aðra. Þetta er hópur sem vinnur að sameiginlegu verkefni og hver og einn á sitt hlutverk!
Annars átti ég í mestu vandræðum með að ákveða hvort ég ætti að fylgjast með tónlistarmönnunum eða Charlie Chaplin myndinni..... fannst svo gaman að fylgjast með tónlistarmönnunum..... svo líka þegar þau voru akkúrat ekki að spila þá fóru þau að fylgjast með myndinni eða svona vel flestir.

sjabbidabbidú

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Ring ring

Ring ring....

H: já halló
L: já góða kvöldið, ert þú Hreinn?
H: já

L næstum því springur úr hlátri þegar hún áttar sig á því hvað hún hefur gert en nær að hemja sig. H ábyggilega vanur allskonar skotum og lætur sér hvergi bregða.

Hvað í ansanum kemur mér það við hvort maðurinn sé hreinn eða skítugur! hahaha

í símanum skemmti ég mér lalalala

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Ruglukollur

Ruglukollur er kollurinn minn - ojá ég hrinsnýst svo mikið varðandi ýmis mál núna. Eina stundina er ég að hugsa um að stíga þetta skref fram en daginn eftir jafnvel klukkustundum seinna fer ég skref tilbaka eða réttara sagt er á sama stað.

Skil stundum ekki þetta líf - umhverfið í kringum okkur og hvernig samfélagið virkar. Of flókið greinilega fyrir minn heila - vil fá einfalt líf, einfalda umgjörð og ekkert vesen.

Til of mikils mæls?

Kannski

Linda í ruglunni

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

jafnrétti

Var í smá skoðanaskiptum við ömmu á laugardaginn og þar kemur berlega í ljós kynslóðarbilið.

Nema á maður eitthvað að reyna að hafa áhrif á eldra fólk - það bæði með sínar föstmótuðu skoðanir og hafa haft það um áratugaskeið oftast!

Allavega þá var amma að hrósa frænda mínum fyrir hvað hann væri duglegur með börnin sín - hugsa um þau o.s.frv. Ég var þessu nokkuð ósammála að það ætti að hampa honum eitthvað sérstaklega fyrir að hugsa um börnin sín. Því þetta er eftir allt saman jú börnin hans. Það ætti ekki að hampa honum umfram barnsmóður hans því hún hugsar jú líka um börnin. Nema móðir frænda míns var líka á mínu máli og held að amma hafi fyrnst eitthvað við og sagði í lokin já þú mátt hafa þína skoðun og ég mína. Svo mörg voru þau orð.

Get tekið annað dæmi frá hinni ömmu minni en þær kreddur voru full sterkar og ég gat á engan hátt setið undir því.
Hún vildi þá meina að konurnar í kvennaathvarfinu hefðu sumar hverjar einhverjar til þess unnið hvernig mennirnir þeirra komu fram við þær.

Þarba kemur berlega í ljós kynslóðarbilið. Ætti maður kannski frekar bara að hlusta og segja ekki neitt?

Linda ráðvillta

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Af hverju

Af hverju gerist það alltaf eða minnsta kosti langflestum tilvikum að batteríin í ferðageislaspilaranum klárast þegar maður er nýfarin að heiman. Annað hvort þegar ég er að labba út á strætóstoppistöð eða í strætó niður í bæ eða vinnu? Þetta gerist sjaldnast þegar maður er rétt ókomin heim.

Það var komið mömmu á óvart með afmælisveislu í gær - það tókst alveg rosalega vel að koma henni á óvart. Var mjög góður matur. Það versta var að ég var svo þreytt að ég var nánast stjörf allan tímann í veislunni.

Var síðan saumklúbbur í kvöld - reyndar föndursaumaklúbbur þar sem við héldum áfram að föndra jólakort. Munum síðan hittast aftur næsta sunnudag og halda áfram. Rosa mikið að gera í jólakortaföndri, og það merkilegasta við þetta að mér finnst þetta bara alls ekkert svo slæmt :) og er bara ánægð með þó nokkur kort sem ég hef gert.

Linda jólakortagerðamaður

föstudagur, nóvember 05, 2004

Martröð hvers nemanda

Þá er þessi ótrúlega nótt og morgun liðinn. Þetta var eins og léleg sápuópera hvernig þessi nótt eða frekar morgunn er búinn að vera og alveg ótrúlegt hversu róleg ég er búin að vera.

það sem er búið að gerast:

Var vakandi í nótt að klára ritgerðina sem gekk svona allt í lagi, síðan svona í morgunsárið - ætli það hafi ekki verið milli fimm eða sex þá byrjaði ég að setja myndirnar inn í ritgerðina mína. Það gekk hræðilega og endaði með því að eitthvað gerðist og skyndilega var ritgerðin komin úr 30 bls í 21 bls. Sama hvað ég reyndi að gera þá gat ég ekki lagað þetta.
Ég panikkaði ekki og hélt ró minni nokkuð vel, ég sendi Jens sms milli sex og hálf sjö og bað hann að hringja í mig þegar hann vaknaði.
Meðan ég beið þess að fá hringingu gerði ég heimildarskránna- um sjöleytið var ég farin að verða ansi þreytt og ákvað að leggja mig um átta en þá hringdi Jens.
Ég gat ekki almennilega útskýrt hvað væri að en sendi honum ritgerðina í tölvupósti og fór síðan að sofa.
Vaknaði um ellefu og þá hafði Jens getað lagað þetta og útskýrði hvað þyrfti að gera nema hvað wordið hjá mér hafði ekki sama fidusana :( og hjá honum en hann gat þá lagað og sent mér aftur.
Þá byrjaði ég aftur í uppsetningunni og reyndi að koma inn myndum en var ekki að gefa sig þannig að ég gaf skít í þær.

Gerði síðan efnisyfirlitið og svona.

Þá ákvað ég að fara að prenta ritgerðina út og klukkan að nálgast eitt. Ýtti á prent og þegar ekkert gerðist fattaði ég að ég hafði gleymt að tengja prentarann við tölvuna.
Tengi prentarann við tölvuna - ekkert gerist, reyni aftur og í þriðja sinn þá byrjar prentarinn að prenta. Þá er klukkan tíu mínutur yfir eitt. Þetta tekur langan tíma að prenta út og ég sé fram á það að missa af strætó. Hringi í pabba og spyr hvort hann eigi möguleika á að skutla mér niður eftir.
Hann stekkur úr vinnu og kemur 13.35 og lætur mig vita að hann sé komin - prentarinn ekki enn búin að prenta þetta.
Pabbi kemur inn og enn er verið að prenta nema hvað gerist akkúrat þá......blekið er búið.
Ég enn róleg en samt alvarlega farin að íhuga það að það sé bara slæm ára á ritgerðinni og mér sé ekki ætlað að útskrifast úr þessum skóla.
Ákvað að skella mér samt að hitta leiðbeinandann og fer með tölvuna mína með þar sem það er það eina sem ég hef í höndunum.
Kem nokkrum mínutum of seint - leiðbeinandinn bjargar mér síðan alveg og setur ritgerðina á usb og skoðar hana bara í sinni tölvu og við förum yfir hana.

Þetta var alveg rosalega kómiskt eitthvað allt saman.

En ég á líka góða að

Guðmunda kom og las ritgerðina yfir með mér í gærdag - Stebbi og Ísak komu síðan með mat til okkar um sjöleytið og voru þau hjá mér til tíu. Þar er ég búin að rústa svefnvenjum litla kúts.
Jens reddaði ritgerðinni minni eftir að hún var komin í fokk
Pabbi reddaði mér svo ég kæmist á réttum tíma.

Takk allir!

Nú auglýsi ég bara eftir einhverjum sem kann og getur hjálpað mér að setja ritgerð upp og myndir inn í textann.

Linda í lélegri sápuóperu

Þreyta

Það er ekki laust við að smá þreyta sé farin að færast yfir mig hérna, er samt tiltölulega róleg yfir því að ég sé búin að klúðra öllu. Að minnsta kosti lítur það þannig út. Er núna að bíða eftir að ákveðinn aðili vakni svo ég geti hringt og spurt um smá aðstoð....

Helvítist myndir

Þessar bévítans myndir sem ég er að reyna að koma inn eru að fokka upp öllu hjá mér :( og já ég er enn vakandi og sé ekkert fram á að geta farið að sofa.....

Lokaorð...

Er að byrja á lokaorðum.... að sjálfsögðu þyrfti ég meiri tíma til þess að fara yfir, fínpússa bæta við o.s.frv.

en spennandi ég er að byrja á lokaorðum og hef ekki hugmynd hvað ég á að segja eða aðallega hvernig ég á að byrja á þeim!

Þá er bara eftir að setja þetta upp, setja myndir, gera efnisyfirlit, heimildarskrá...prenta út. Vona bara að ég verði búin fyrir tvö á morgun.

vökunótt

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Bók

Ansans - Amazon.com var að láta mig vita að það væri komin ný bók eftir Fannie Flagg. Mig langar í þessa bók...arrggg... verð að bíða - ég er líka svo skrýtin en af því að ég á hinar bækurnar hennar eftir hana á ensku í kiljuformi þá vil ég þessa í kiljuformi en hún er bara enn í harðspjalda útgáfu. Það versta er að það komu einungis tvær bækur eftir hana á íslensku en seldist víst ekkert svo vel þannig að ákveðið var að þýða ekki fleiri bækur eftir hana :( en þær bækur á ég í harðspjaldaformi.

Annars er ég komin heim :) var mjög ljúft að sofa í mínu rúmi í nótt. Er í fríi þessa viku í vinnunni. Svo erfitt að hugsa um bróður minn að ég varð bara að taka frí hí hí. Nei grínlaust þá er ég bara að rembast við að ljúka ritgerðinni minni og þar sem ég hitti leiðbeinandann á föstudaginn þá er best að bretta upp ermarnar og koma sér að verki

Adios

mánudagur, nóvember 01, 2004

Æskuminningar

Æskuvinkona að norðan kom í bæinn um helgina og gisti hjá mér (mömmu)um helgina. Vorum að rifja upp æskuminningar á föstudagskvöldinu - var þrælskemmtilegt. Komumst að því að gatan sem við bjuggum í var þrælgóð og gott umhverfi til þess að alast upp í en því miður staldraði ég stutt við eins og á flest öllum stöðum.

Eitt af því sem við gerðum í "gömlu&góðu" daga þegar við vorum litlar (milli 8 og 10 ára)var að ganga milli húsa í götunni okkar og götunni fyrir ofan okkur til þess að sníkja nammi/góðmeti. Bönkuðum upp á hjá gamla fólkinu (mest hægt að græða á þeim sko :)) og spurðum hvort þau ættu eitthvað til þess að gefa okkur. Í dag finnst mér alveg ótrúlegt að við skulum hafa gert þetta en við fengum oftast eitthvað gott upp úr þessu :) ekkert endilega nammi heldur kökusneið og á í einu húsi þá fengum við alltaf að fara í garðinn og taka upp nokkrar gulrætur handa okkur.
Síðan að sjálfsögðu var það leynifélagið sem við stofnuðum ásamt tveimur strákum í götunni. Meðal hlutverka sem við höfðum var að fylgjast með fólki og áttum við það til að elta fólk langar leiðir.

Ég hef alltaf þessar saknaðarminningar frá Löngumýrinni!

Þess má geta að alltaf þegar ég er fyrir norðan þá er Löngumýrin ekin - enda ekki heldur verra að mamma vinkonur minnar býr enn á sama stað :-)

blast to the past

Pirringur

Óþolandi að hafa pirring hangandi yfir sér sem maður virðist ekki losna við. Samansafn af allskonar hlutum. Þar af leiðandi þarf svo lítið til að eitthvað pínku pons pirri mig :(

:(