7 ár
Í dag eru 7 ár síðan í útskrifaðist úr Menntaskóla, ekki það að það sé ýkja merkilegur atburður eða eitthvað sem ætti að halda upp á. Ég bara tók eftir dagsetningunni og mundi eftir þessu. En það verða bráðum 10 ár..... það er svakalegt.
Annars á miðvikudaginn fór ég í River Rafting, boðsferð sem var mjög skemmtileg. Við jeppuðumst aðeins fyrst og fórum þúsund vatna leiðina eins og bílstjórarnir kölluðu það og gerðum ekkert nema fara yfir þessa sprænu hvað eftir annað. Bílinn lak, þ.e.a.s. það kom vatn að ofan inn í hann þannig að ég þurfti náttúrulega aðeins að blotna. Við fórum síðan í sex bátum niður Hvítá og jíbbíi guidinn í okkar bát var bara svoldið sætur. Verst að ég fattaði það ekki fyrr en eftir á þegar við vorum komin úr ánni...... ;-) sem betur fer datt ég ekki út í.... langaði ekki til þess að vera kalt, og það var bara ein sem datt út í hjá okkur (í bátnum okkar) fyrir utan þá þrjá eða fjóra sem hoppuðu út í. Sú sem datt út í reyndar hrinti mér út í alveg í lokinn en það var svo grunnt að ég lenti á hjánum eins og asni en slasaðist ekkert. Var bara kalt.
Eftir það var grill, bjór, rauðvín og hvítvín......... jamm ég var pirruð af hverju í ósköpunum er ekki hugsað fyrir fólk sem kannski vill ekki drekka, drekkur ekki eða eru óvirkir alkar!!!!! Grrrr....... ég spurðist fyrir hvort það væri ekki til eitthvað annað að drekka og mér var sagt að maðurinn sem sæi um veisluþjónustuna/matinn væri að redda því og síðan kom á borðið sódavatn....... ég var alveg himinlifandi sérstaklega þar sem ég drekk ekki heldur sódavatn þannig að ég fór inn í eldhús og fékk könnu að vatni. Þetta var hin ágætasta ferð en var samt svoldið löng. Því við vorum sóttar í vinnuna klukkan eitt og ég kom í ártúnið um hálf tólf og var orðin mikið mikið þreytt.
En það er best að fara að halda áfram að vinna!
Lengi lifi vinnandi manneskja eða eitthvað....
laugardagur, maí 24, 2003
Birt af Linda Björk kl. 12:34
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
0 Mjálm:
Skrifa ummæli