Þori varla að skrifa um þetta hérna því þetta er svo sárt, en já raunin er sú að við förum ekki til Kúbu :~(
Ekki enn búið að semja við kennara og fyrirséð að við förum ekki eitt né neitt!
Reyndar er það ekki alveg rétt því í staðinn fyrir að fara til Kúbu fer ég í aðra námsferð sem er námsferð um Suðurlandið þetta er jarðfræðiferð. Málið er að ég er að fá pínku pons leið á Suðurlandinu ekki misskilja mig hér því Suðurlandið er fínt en þetta er þriðja námsferðin mín um Suðurlandið en næsta haust fer ég í námsferð um Snæfellsnesið það verður tilbreyting.
Styttis óðum í prófin þ.e.a.s. ef þau verða. Fyrsta prófið mitt er 4 maí, var ég búin að segja að ég þoli ekki Jens (ekki taka þetta bókstaflega), hann fer aðeins í eitt próf og það er núna á laugardaginn og svo er það búið. Þannig að verkfallið hefur ekki einu sinni áhrifa á hann, en ok ég skal reyna að vera ánægð fyrir hans hönd :)
Fyrir þá sem eru í próflestri óska ég góðs gengis en við hina njótið lífsins!
miðvikudagur, apríl 25, 2001
miðvikudagur, apríl 11, 2001
Páskar!
Páskarnir á næsta leyti, komið páskafrí í skólanum. Þetta verkfall er bölvað og ömurlegt að skuli ekki búið að vera að semja, það lítur út fyrir að við förum ekki til Kúbu :( eins og ég var farin að hlakka til. Mig langar til Kúbu.............................................................
Þetta er ferlega svekkjandi og svo er það svo týpiskt að það verði samið og við komust ekki til Kúbu. Ekki misskilja mig, vissulega vil ég að samið verði áður en til verkfalls kemur en af því að maður getur ekki tekið áhættuna á að kaupa fargjaldið og allt það.
En það þýðir ekki að vera súr, mér var sagt að Kúbu yrði ábyggilega þarna enn og Kastró. Það er bara að vona það besta :)
Gleðilega Páska
föstudagur, apríl 06, 2001
Námsferð!
Kom heim um fimmleytið í dag úr námsferð. Reyndar er það ekki alveg rétt því ég er ekki enn farin heim. Fór beint í vinnuna eftir að við komum í bæinn/borgina. Er frekar þreytt, það er erfitt að vera í rútu allan daginn og heimsækja fyrirtæki. En ég vil koma hrósi á framfæri. Við heimsóttum nokkur fyritæki á Suðurlandi bæði í dag og í gær en mesta hrósið fá kúabóndahjónin á Brúnastöðum (veit ekki í hvaða hreppi) því bestu móttökurnar fengum við þar eða þar fengum við sanna íslenska gestrisni. Við komum þarna til að taka tal af bóndahjónunum bæði upp á hvernig búskapur gengur og fleira. Fyrir utan það hvað var gaman að koma í fjós aftur en einu sinni fannst mér fjósalykt svo góð þá tóku þau afskaplega vel á móti okkur og buðu okkur upp á ískalda sveitamjólk, heimabakaðar kleinur, samlokur og gos. Hvergi í allri ferðinni höfðum við fengið þvílíkar veitingar hvað þá yfir höfuð veitingar.
Svo mitt hrós fá hjónin á Brúnastöðum.
Lengi lifi sveitin!