Sýnist ég hafa látið glepjast af öllum samfélagsmiðlum. Þessum eins og facebook, instagram o.s.frv. að ég hef látið bloggið mitt alveg dala!
Sem er ekki gott!
Ástæða þess að ég er að skrifa núna er að ég var að lesa gamlar færslur og fannst það svo gaman, þannig að ég hugsaði hversu gaman það væri nú að lesa þessa færslu eftir nokkur ár. Þannig að um að gera að halda þessu bloggi á lífi :)
Þó þetta sé að mestu ferðablogg en þá er bara gott að skrifa inn á milli.
Já svo skulda ég líka enn yfirlitið fyrir 2014 - hef sko ekki gleymt því!
fimmtudagur, júní 04, 2015
Glepjast
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)