BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

laugardagur, maí 31, 2014

Króatía

Skellti mér til Króatíu á dögunum, tilefnið var 3rd European Ranger training seminar.

Ferðalagið byrjaði nú ekki alltof vel þar sem fluginu mínu var aflýst á föstudeginum 9. maí þegar ég átti flug vegna verkfalls flugmanna. Þegar ég hringdi í Icelandair deginum á undan eða á fimmtudeginum og var að spyrja um möguleikana fyrir mig þar sem ég átti nú tengiflug á laugardeginum 10.maí frá London til Pula í Króatíu þá stakk þjónustufulltrúinn upp á að ég færi út á völl og reyndi að ná seinni part vélinni til London þann sama dag. Vélin var reyndar full en væri alltaf möguleiki á að fá sæti, þannig að ég hoppaði úr vinnunni á hádegi sólarhring á undan áætlun, fór heim og pakkaði á innan við klukkutíma og náði flugrútunni.

Þetta hafðist allt saman en þá var eftir að finna gistingu í London og hostelið sem ég á átti bókað kvöldið eftir var fullt, en eftir hálftíma í síma þá fann ég gistingu á öðru hosteli.

En tímínn í Króatíu var frábær, kynntist að vanda fullt af skemmtilegum landvörðum allsstaðar úr Evrópu þótt aðalaðdráttaraflið var Ástralinn hann Chris, það er bara eitthvað við Ástrali :) hann sló í gegn hjá okkur öllum.

Eftir ráðstefnu héldu nánast allir Íslendingarnir í þjóðgarðinn Plitvice ásamt Bretunum og tveimur Finnum. Upplifiði í fyrsta skipti að vera á bílaleigubíl en ég fékk far með tveimur af Íslendingunum og á leið okkar til Zagreb stoppuðum við í einum bæ þar sem við hlupum á undan stöðumælaverði til þess að fá ekki sekt!

Var reyndar mjög saklaust þar sem við tókum ekki eftir að það þurfti að borga í stöðumæli og vorum búin að ganga aðeins um bæinn þegar við tókum eftir stöðumælaverði sem var að sekta, eftir þetta pældum við í því hvort það hafi nú kannski verið mælir þar sem við lögðum. Þannig að við héldum tilbaka nema eitthvað var stöðumælavörðurinn líka fljótur í förum en við rétt náðum í bílinn og gátum keyrt í burtu. Bölvaðir útlendingar sem borga ekki í bílastæði.

En já þarf kannski að fara að ferðast meira í Evrópu í stað þess að fara alltaf svona langt!
 Nú fer ég líka að þekkja svo marga landverði í Evrópu!