Útlegð
lokið!
fimmtudagur, september 30, 2010
þriðjudagur, september 28, 2010
Leynivinavikan
Góða menn ég virði vel
varast frekar hina,
held að kjafti hæfi skel
hvað er lífið án vina?
Einar Sigfússon. 1942 - |
föstudagur, september 17, 2010
Snjóföl
Þurfti að hreinsa snjó af bílnum mínum í morgun. Ætlaði mér að taka mynd og senda hingað inn máli mínu til stuðnings en því miður tókst ekki að taka mynd á símann minn :(
Það var hinsvegar hrím á grasinu og snjórinn er svo horfinn núna.
Er einmitt mikið búin að velta því fyrir mér hvort það verði snjór á leiðinni þegar tímanum mínum lýkur hér fyrir norðan sem er bara eftir ekkert svo marga daga.
sunnudagur, september 12, 2010
Tíu ár
Í dag eru tíu ár síðan ég byrjaði að blogga!
Shit
Að vísu misvirk í að skrifa á síðuna en ástæðan fyrir að ég þrjóskast að vera hérna áfram er því ég vil halda úti bloggi þegar ég ferðast og ég er svo sannarlega ekki hætt því.
Sólrún vinkona á líka afmæli í dag og sendi góða strauma til Kanada.
Í gær áttu svo Pétur bróðir og Pétur frændi afmæli.
T'iu ár!
mánudagur, september 06, 2010
Myndir
Búin að setja inn helling af myndum frá ferðum sumarsins á myndasíðuna mína.
Á enn eftir að setja inn fleiri myndir frá Mývatni, en það kemur með góðri tengingu.
Þangað til næst.