Ferðasumar 2010
Mývatnssveit – Egilsstaðir – Skriðuklaustur – Höfn – Skaftafell – Lakagígar – Kirkjubæjarklaustur – Breiðdalsvík – Stöðvarfjörður – Fáskrúðsfjörður – Reyðarfjörður –Eskifjörður – Neskaupsstaður – Egilsstaðir - Hellisheiði eystri yfir á Vopnarfjörð – Bakkafjörður – Þórshöfn - Raufarhöfn – Mývatnssveit
Um 1700 km á þremur á hálfum degi
Gist: Tjaldsvæði á Höfn – Kirkjubæjarklaustri – Fáskrúðsfirði
Í tjaldi í 3 nætur án þess að vera kalt er magnað fyrir mig!
Ágætisferð en aðeins of mikið af akstri.
###
Annars er sumarið búið að vera fínt ferðasumar og búin að fara margt.
Fór yfir Sprengissand og ætlaði mér að gista í Nýjadal en hætti við þar sem var of hvasst þar og ég hafði ekki tjaldað tjaldinu mínu áður. En er líka fegin að hafa farið á þessum tíma yfir Sprengissand því árnar voru nokkrum vikum síðar orðnar erfiðar eða ófærar fyrir litla jepplinga. Leist heldur ekki á blikuna þegar ég kom að fyrstu ánni en hinumegin á bakkanum voru fjórir mótorhjólamenn og einn sem ákvað að láta vaða yfir og datt. Honum tókst að komast upp úr með hjólið með aðstoð hinna. Einnig tókst mér að fara yfir án skakkafalla.
Fór í fyrsta skipti í Vesturdalinn í Jökulsárgljúfrum og í Hljóðakletta, sá einnig Dettifoss vestur megin.
Einnig keyrði ég yfir Uxahryggi á leið minni frá Þingvöllum og út á Snæfellsnesið, búin að fara þangað tvisvar í sumar.
Fór líka upp í Herðubreiðalindir og Öskju en keyrði reyndar ekki þangað sjálf heldur fékk ég að sitja í með einum jeppatúrnum sem fer uppeftir. Var alveg frábært að fara þangað og finnst mér leiðin þangað skemmtilegri en Sprengissandurinn.
Er hrifin af hrauni :)
Tók upp þónokkuð af puttalingum á leið minni og fékk meðal annars upplýsingar um staði í Mexíkó til að heimsækja.
Ætlaði mér að reyna að fara í Grimsey, Dalvík, Ólafsfjörð og Siglufjörð en spurning hvort það geymist þar til síðar.
Til Grenivíkur ætla ég að fara, renni þangað einhvern tímann á leið minni til Akureyrar!
föstudagur, ágúst 27, 2010
fimmtudagur, ágúst 12, 2010
laugardagur, ágúst 07, 2010
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)