BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, janúar 28, 2010

Innkaup

Eitthvað finnst mér flókið að fara út í búð þegar ísskápurinn er galtómur en þú mátt samt ekki kaupa það mikið til að fylla hann, einungis eitthvað sem dugar í nokkra daga.

Því ekki nenni ég að fara að keyra með stútfullan bíl af einhverjum matvörum landshorna á milli þegar hellingur af öðru drasli verður í bílnum.

Heppin ég að hafa heldur ekki verið alveg flutt inn aftur - eftir einungis um 2 mánuði og 2 vikur þá held ég aftur af stað en að þessu sinni í annan landshluta. Þannig að þarf ekki að pakka eins mikið niður núna eins og seinast :)

Verður eflaust skrýtið að vera á gamalkunnugum slóðum, rétt hjá þar sem maður ólst upp.

föstudagur, janúar 22, 2010

Brandari ársins

Í október verður tuttugu ár síðan ég fermdist!

Ef það er ekki brandari þá veit ég ekki hvað..


Ég að verða gömul.... neiheii :)

laugardagur, janúar 16, 2010

Helvítis fokking fokk

Þannig er líðanin núna - upplifði líka í morgun alveg óstjórnanlega mikla löngun til þess að öskra á manneskjuna við hliðina á mér en þurfti virkilega að beita sjálfsstjórn.

Hún semsagt er þarna einhversstaðar - sjálfsstjórnin.

Næsta lá mér við að hágráta því mér fannst allt svo ósanngjarnt.

Já svona getur lítill svefn gert.

föstudagur, janúar 08, 2010

Ókeypis

Allt það besta í lífinu er ókeypis!

Fyrir ári síðan (minnir mig) þá var átak eða auglýsingaherferð í gangi hjá Skjá 1 sem gengu út á það að allt það besta í lífinu er ókeypis.

Þannig að rökrétt ef ég miða út frá þessum auglýsingum að skjár 1 er ekki lengur það besta í lífinu.

Uppgötvun - þvílík!

Nýtt ár

Það er víst runnið upp nýtt ár!

Er svoldið rosalegt að hugsa til þess að það eru 4 ár síðan ég fór í ferðalagið mitt - og já ég mun lifa á þessu sem eftir er ;)
Eru að verða 5 ár þegar ég flutti í íbúðina mína en hef flutt tvisvar úr henni á þessum fimm árum og þriðja skiptið núna í ár aftur - eftir að hafa bara verið nokkra mánuði í henni eða vikur er kannski betra að segja og var því heldur ekki búin að flytja allt dótið aftur í hana sem betur fer.

Árið 2009 var áhugavert og sérstaklega er ég ánægð með allt það nýja sem ég gerði á því ári - eða fór á nýja staði o.s.frv.

Nýju staðirnir sem standa upp úr eru:
Bólivía
Strandirnar (norðaverðir Vestfirðir)
Gönguleiðin Skálasnagi - Beruvík (í þjóðgarðinum Snæfellsjökli)

Framundan eru fleiri nýjir staðir og nýjar upplifanir og nýtt sem ég geri.