Sumar og sól
Algjör snilld að vera með sólgleraugu þegar maður er úti að lesa :)
Ekki eins gott í tölvuvinnu ;)
En svona lítur hreiðrið mitt út sem ég bjó mér til í dag, jamm er að reyna að læra pínku ponsu onsu... gengur hægt.
Svona er svo útsýnið mitt - ekki amalegt :)
laugardagur, júlí 18, 2009
sunnudagur, júlí 12, 2009
miðvikudagur, júlí 08, 2009
Reykjavíkurferð
Verri sjón, ný gleraugu, sama manneskja.
Þurfti að gera mér ferð til Reykjavíkur til þess að fara til augnlæknis, sjónin hefur versnað um 0,5 sem mér finnst mikið en ekki augnlækninum.
Fann síðan ný gleraugu í gleraugnabúð í firðinum í Hafnarfirði - verð bara að segja að það er súper góð þjónusta þar og er líka að fá sólgleraugu jeii.
Er líka mjög ánægð með nýju gleraugun, smá breyting frá þeim gömlu.
Í gærkveldi þegar ég var að keyra "heim" þá var líka þetta flotta veður
Svo á ég nýja vettlinga - alveg hrikalega töff :)
sunnudagur, júlí 05, 2009
Helgin
Var frekar viðburðarrík og mikið að gera.
Pabbi, systirin og hele familien komu um helgina.
Á föstudaginn var aðeins kíkt á Ólafsvíkurvöku og hlustað á Hjálma, á laugardaginn var ég nærri búin að drepa þau á útiveru ;) - gerði þau minnsta kosti dauðþreytt en samt sem áður ekki nógu þreytt því spilað var actionary af miklu kappi um kvöldið og það til þrjú að nóttu.
Á sunnudeginum fengu þau smá afslöppunardag þó ég hefði nú viljað drífa þau meira út ;)
pabbi að "hrekkja" kríurnar