BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

fimmtudagur, apríl 28, 2005

1994

Hvað varst þú að gera árið 1994? Mannstu það.

Árið 1994 þá var ég t.d.
*í sumarvinnunni minni á BSÍ - að afgreiða róna og annan lýð.
*Þetta var árið sem ég fór í fyrsta og eina skiptið sem ég hef farið á þjóðhátíð í eyjum,
*fór á sveitaball,
*flutti úr Hafnarfirði til Reykjavíkur.
*Skipti úr Flensborg yfir í MK
*Sá sýninguna Hárið
*var keyrt aftan á bílinn hans pabba (sem ég ók)
*fóru 2 vinkonur mínar út sem au pair

Það er svoldið erfitt að rifja upp en ástæðan er sú að ég sá Hotel Rwuanda í gær sem fjallaði um þjóðarmorðið sem átti sér stað 1994. Eftir myndina fór ég að hugleiða hvað ég hafi verið að gera því mér finnst þetta hafa farið framhjá mér. En sennilegast er það bara rétt sem kom fram að einn fréttamaður hafi sagt eftir að hafa náð myndum af hrottalegum morðum á tútsí mönnum. Fólk mun bara horfa á fréttirnar hugsa með sér að þetta er hræðilegt og halda áfram að borða matinn sinn. Ég hef að öllum líkindum gert það sama - hræðileg tilhugsun.

mánudagur, apríl 25, 2005

Þoli ekki mánudaga

Alveg búin að sjá það að ég þoli ekki mánudaga í vinnunni - alltof mikið að gera og sé ekki fram úr neinu. Sem gerir það að verkum að ég er pirruð. Langar heim.

Samt sem áður var ég í vinnunni til hálf átta á föstudaginn og mætti aftur á laugardaginn og sé ekki fram úr að komast eitt né neitt alveg á næstunni.

Langar að urra á einhvern.....

urrr

föstudagur, apríl 22, 2005

Greining

Greining komin í hús - jamm læknirinn sagði að ég væri með öll einkenni þess að hafa mígreni. Vildi heyra eitthvað allt annað. Sko aldrei ánægð með lækna ;) - annað hvort segja þeir manni ekki neitt eða eitthvað sem þú vilt ekki heyra.

Var farin að draga þá ályktun á að læknirinn drægist alveg rosalega að mér þar sem hann þurfti að segja mér bæði frá tengdamömmu sinni og konu ;) en held það þó varla.

Einhvera hluta vegna er mér mjög illa við þennan stimpil að vera komin með mígreni.

migreningur

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Afneitun

Spurning hvort ég sé í afneitun eða ekki. Verð kannski að fara að horfast í augu við hlutina og kanna möguleikan hvort ég sé með mígreni.
Allaveg held ég að það sé ekki eðlilegt að ég fái hausverk og æli einnig - hefur komið alltof oft fyrir. Langt síðan seinast en gerðist í gærkveldi.
Var líka hálftíma í morgun að ákveða hvort ég ætti að fara í vinnuna eða ekki. Tók nefnilega verkjatöflu en virðist ekki hafa nein áhrif en ákvað að drulla mér í vinnuna. Er eitthvað svo hálf lame að fara ekki í vinnu vegna þess að maður er með hausverk.

Hef reyndar heyrt að maður eigi að vera mjög viðkvæmur fyrir birtu þegar maður hefur mígreni en finnst ég ekki hafa orðið vör við það.

ú ætti ég að fara út í nánari lýsingu á uppköstum gærkvöldsins!!

bleh

sunnudagur, apríl 17, 2005

Afrek helgarinnar

Laugardaginn lá ég í rúminu allan daginn og horfið á beðmál í borginni en afrekaði að sækja pizzuna mína þegar ég var yfirkomin af hungri og ekkert í ísskápnum frekar en vanalega. Horfið svo á söngkeppni framhaldsskólana - held barasta að besta manneskjan hafi unnið. Er nú ekki með neitt tóneyra eða neinn sérfræðingur í söngi en oh my god. Margir þarna sem voru að syngja hefðu frekar mátt sleppa því. Hef ekki heyrt áður í svona hræðilegum söngvurum. Og hvað var með hárið á sumum stelpunum?? sjæs

Í dag hélt ég áfram að horfa á Beðmál í borginni, hentist þó í strætó niður í bæ og ætlaði að afreka það að fara í bíó á Hotel Rwanda en var uppselt. Gekk þá laugarveginn og kíkti í skífuna þar sem ég afrekaði að kaupa nýja diskinn hans Nick Caves. Ætlaði að fara síðan og fá mér eitthvað að borða og gekk um til þess að fá hugrekki til þess að setjast ein niður einhversstaðar. En missti kjarkinn því þangað sem mér langaði að fara var of mikið af fólki að mig langaði ekki að sitja ein einhversstaðar innan um fullt af fólki. Langaði heldur ekki að fara á staðina sem mér finnst þægilegt að vera ein. Hélt því heim á leið - vonsvikin yfir að hafa ekki tekist að fara í bíó þegar ég loksins drullaðist úr húsi og heldur ekki að fá mér eitthvað gott að borða. Það sem ég ætla að afreka núna um helgina er að klára Beðmál í borginni svo systir mín geti fengið þættina sína aftur.

Afrek helgarinnar er því að klára Beðmál í borginni og of mikil gosdrykkja

sagt með kaldhæðnistón...

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Föstudagur

Það gerist æ oftar að þegar ég vakna á fimmtudögum að mig langi til þess að sé föstudagur. Það hefur nú eiginlega bara gerst á hverjum fimmtudegi undarfarnar vikur.
Ég held ég vilji fá bara 4 daga vinnuviku - það dugar.

Storkurinn er farin að banka upp á hjá mér :) allavega þá missti ég af símtali um daginn og þegar ég tjékkaði á númerinu þá var það storkurinn. Fannst það pínku kómiskt.

einn dagur í viðbót

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Ljósapera

Ég er voða fegin og ánægð en mér tókst að skipta um ljósaperu heima um helgina. Já nei ekki fara að halda að ég hafi ekki gert það áður og haldi að ég gæti það ekki. Jú vissulega hélt ég að ég gæti það ekki en vegna þess að þetta væri of hátt uppi fyrir mig og ég mundi ekki ná. En sem betur fer dugði að standa uppi á stól og teygja sig smá. Jeii - var farin að sjá fyrir mér útkall hjá hávöxnum mönnum eða konum til þess að koma og skipta um ljósaperu hjá mér ;)

ljósaperuskiptari

mánudagur, apríl 11, 2005

Normal

Kemur ekki á óvart ;)





You Are 55% Normal

(Somewhat Normal)









While some of your behavior is quite normal...

Other things you do are downright strange

You've got a little of your freak going on

But you mostly keep your weirdness to yourself




Linda venjulega

miðvikudagur, apríl 06, 2005

Fjarstýring

Keypti loksins batterý í fjarstýringuna á dvd spilaranum - þvílíkur munur. Ekki það að ég geti ekki staðið upp eða skriðið í áttina að spilaranum til þess að ýta á play og þess háttar. Heldur vegna þess að það er hægt að gera svo mikið mikið meira með fjarstýringunni því það eru ekki allir þessir takkar á spilaranum sjálfum. Get hoppað yfir þættina sem ég var búin að sjá en ég er þessa dagana að horfa á sex in the city.

Finnst gaman að þessum þáttum en ekki svo gaman að ég vakni upp á nóttunni til þesss að horfa á þá eins og ég gerði í nótt :( - vaknaði upp og gat ekki sofnað. Ákvað að horfa aðeins á sex in the city og horfði á tvo þætti áður en ég náði að sofna aftur.

Er að fara til tannlæknis á eftir í áframhaldandi rótarfyllingu :( - ætla að skríða síðan heim og glápa meira á sex in the city....

sjæs

sunnudagur, apríl 03, 2005

Gæsun

Jamm við vinkonurnar vorum að gæsa eina í viðbót - ferlegt þessi vinahópur annað hvort eru þær harðgiftar eða einhleypar... engin millivegur hérna. Suss

Allavega gæsun tókst vel og einnig að plata gæsina upp úr skónum - held hún sé samt enn smá sár yfir því að kærastinn plataði hana upp úr skónum en eitthvað þurfti að gera til þess að koma í veg fyrir aukavakt. Sendum hana á rúlluskauta í kanínubúning í jólasnjókomu í Fossvogsdalnum. Sungum fyrir hana í grænni lautu en með lag í breytum búing.

Í grænni lautu
þar geymi ég manninn
sem þér var gefinn og
hvar er hann nú?


og þar fann hún ýmislegt þegar hún bankaði á hendurnar á okkur. Fórum og lærðum kántrídans sem var nú bara þónokkuð erfitt - hélt ég væri nú aðeins betri að dansa en þetta, síðan var nesti úti á bílastæði. Héldum síðan austur fyrir fjall í mjög rúmgóðan sumarbústað. Var mjög notalegt og kósy - líka þar sem gæsin fer að flytjast búferlum til Danmerkur eftir um 2 mánuði eða svo.

Jæja held ég sakni bara litla bangsans míns (systurdóttur minnar), er að prófa nýja nicknamið á hana. Verð að fara fljótlega í heimsókn og sjá hana aftur.

bleh