systurdóttir
Jamm frekjan ég er strax búin að sjá litlu systurdóttir mína. Fanns hún oggupínku lítil en þar sem hún var rétt 2 klst gömul þegar ég og afinn (pabbi minn) mættum á svæðið þá var ekki búið að mæla hana en hún mældist 54 cm og 16 merkur sem er bara frekar stórt :). Er ánægð með að hafa fengið að eyða þarna smá tíma með nýbökuðu foreldrunum og systurdóttir.
Búin að komast að þvi að mér finnst móðursystir rosalega kellingalegt orð og ég er SVOOOOO langt frá því að vera kelling hehe. Góður vinur minn var alveg sammála mér með orðið en fannst ég enn bara vera barnung þannig að allt í góðu ;) Þannig að hér eftir verður þetta bara systurdóttir en ég ekki móðursystir.
Linda á systurdóttur
fimmtudagur, mars 31, 2005
Móðursystir
Biðin á enda :) jeii og ég orðin móðursystir - litla systir og kærastinn hennar eignuðust litla stelpu 11.52 í dag.
Til hamingju Ellen og Atli.
Til hamingju...
Systrabönd
Ég er að reyna að halda því fram að það voru systrabönd sem vöktu mig í gær um hálf eitt - var löngu sofnuð en einhverra hluta vaknaði ég. Ákvað að kíkja á símann minn bæði til þess að tjekka á klukkunni og athuga hvort einhver hafi sent mér einhver skilaboð.
Viti menn á símanum var sms - varð pínku spennt. Nema hvað þetta var frá systur minni sem hafði sent þau um 10 mínutum áður til þess að segja mér að hún væri komin upp á deild og væri bara að bíða. Ég er búin að vera að bíða líka síðan :) var mér varan á mér í alla nótt og vaknaði meira segja í morgun fyrir sjö. En enn engin sms eða símhringing enn komin til þess að segja mér fréttir.
Vona að hún eigi í dag!
Hey systraböndin eru kannski bara að styrkjast með árunum ;)
verðandi móðursystir
þriðjudagur, mars 29, 2005
Jæja
Kemur biturleikinn í ljós hérna - gaman að sjá hversu mikið mín er saknað í netheimnum!
Búin að fá útrás fyrir þessu - er annars í örgu skapi. Er búin að vera að vasast í skattaskýrslunni minni og gengur ekki rass! Að eiga eitthvað skapar bara vesen :(
Að öðru skemmtilegu þá er dagurinn í dag sem ég átti að verða móðursystir en ekkert komið í heiminn svo ég viti. Var svo klár í morgun þegar systir mín var ekki á msninu að senda sms til þess að spurja af hverju hún væri ekki þar :) vildi ekki drepa hana úr leiðindum yfir enn einu sms eða símtali sem væri að athuga hvort eitthvað væri að gerast hjá henni ;). Verð að hrósa mér gífurlega fyrir hugmyndaflugið því auðvita var ég að forvitnast.
Ég veit henni þykir þessar spurningar leiðinlega enda í fermingunni í gær fékk ég þá var ég að fá nett nóg fyrir hennar hönd yfir sömu spurningunum sem komu eða kannski var ég bara svona fúl yfir athyglinni sem hún fékk hehehe
En verð að gera henni grein fyrir einu - þetta er rosalega erfið bið fyrir hönd ættingja. Því maður er náttúrulega ekki beintengdur og er ekki alveg fyrstu í röðinni til þess að fá að vita hvað er að gerast og því hrynja inn eflaust símhringingar og annað til hennar. Spurning um bara að senda pabba sms annað slagið þar sem hann verður ábyggilega með þeim fyrstu sem vita að hún er á leið upp eftir. Þegar vinkonur eru ófrískar þá er þetta einhvern veginn afslappaðra. Greinilega munur á að hafa systur.... jæja búin að blaðra nóg um þetta enda bara blaður um ekki neitt í rauninni.
Þess fyrir utan þá var Haukur Atli bróðir að fermast í gær - þar var ég vonda systirin og fór ekki í altarisgönguna með honum eins og öll hin systkinin. Hef ekki gert það frá því ég fermdist - held það tengist því að ég verði að trúa á það sem ég er að gera og er ekki viss um að ég geri það. Þannig að ég sleppi því. Er líka farin að þegja þunnu hljóði í kirkjunni. Fer ekki með trúarjátninguna eða neitt. Hugsa að sumt af því hafi ég lært af ákveðnum manni sem þagði þegar kom að ákveðnum hluti í trúarjátningunni því það trúði hann ekki á.
Af afmælum þá er heilmikið búið að vera í þeirri deild. Dagný frænka á afmæli í dag, Eydis Agla litla frænka var 3 ára í gær - Erla frænka átti afmæli 24. mars og ég sjálf 20. mars.
Þar upplifið ég gjafalausan afmælisdag og hef að ég held bara aldrei gert það áður. Var búin að fá helling af fyrirfram afmælisgjöfum :) en fyrsta skipti sem ég fékk ekki pakka til þess að opna.
Kemst heldur ekki hjá því að röfla um vinnuna því ég er orðin alveg rosalega þreytt á því að geta ekki unnið bara 8 tímana mína og gengið út. Ekki að sé slæmt að fá yfirvinnu en er frekar þreytt á því að finnast slæmt að ganga út því ég nenni ekki að vera þar lengur en finnast þurfa þess.
Gott að hafa mikið að gera en of mikið að gera er ekki gott.
Jæja mjálmið er búið í bili
mjá mjá
laugardagur, mars 19, 2005
Ótrúleg
Jamm fyrir þá sem vita það ekki þá er ég ótrúleg. Ég held svei mér þá að ég sé búin að toppa sjálfan mig og missa alla trú á hæfileikum mínum til þess að vera skipuleg. Kannski er það bara minnið sem er farið að gefa sig.
Ég var búin að týna yfirlitsseðlinum fyrir launum seinasta árs til þess að geta fyllt út skattskýrsluna - eftir heljarinnar leit fann ég þá sem betur fer. Þurfti um daginn að gera þrjár tilraunir til þess að finna aðrar mjög svo mikilvægar kvittanir. Get ekki alltaf falið mig á bak við að ég hafi verið að flytja ;) kannski er það bara aldurinn að færast yfir.
Get kannski falið mig á bak við vinnuna að þurfa svo mikið að muna þar..... eða bara sagt hreint út ég er gjörsamlega vonlaus. Þarf að fá mér skipulagshaldara og reyndar einhvern sem gerir skattskýrsluna mína. Er einhver sem getur hjálpað mér því núna er orðið ögn flóknara heldur en að setja inn bara launin því í fyrsta skipti á ég eign. Eða er reyndar bara með í láni hahahaha!
Jæja - tek litla bróður í leikhús á morgun - vona að leikritið verði gott.
jamm
föstudagur, mars 18, 2005
pfff...
Þakka fyrir að pabbi er á stórum bíl því ef hann hefði verið á litlum þá hefði sennilegast ekki þurft að spurja að leikslokum - held það sé frekar óskemmtilegt að fá strætó beint framan á sig. En pabbi er heill á húfi sem er fyrir mestu en bílinn ekki.
Verð bara að viðurkennast að ég hrökk smá úr gír þegar ég frétti þetta.
Verð að knúsa kallinn næst þegar ég sé hann....
......
miðvikudagur, mars 16, 2005
Leiðinlegt...
Er í leiðinlegu verkefni.....I´m dead bored svo ég sletti aðeins.
Hlakka til að komast heim - hlakka ekki til morgundagsins.
Til hamingju með afmælið Stefán!
Jæja rúmur klukkutími þangað til ég er búin....
yfir og út
þriðjudagur, mars 15, 2005
Helgin
Byrjaði helgina í góðum félagsskap strákanna minna.
Var svakalega upptekin á laugardaginn við að fara í veislur og aðra viðburði. Byrjaði á að fara í brunch til Aldísar vinkonu í tilefni afmælis deginum áður, síðan var haldi í skírn þar sem hún Berglind Ósk fékk nafnið sitt. Eftir það var komið við hjá pabba og rétt svo rekið nefið inn gjafalaus því það var haldið upp á afmæli hans Núma Steins litla litla litla litla litla bróðurs sem á einmitt afmæli í dag. Til hamingju með afmælið Númi. Hélt síðan aftur til Aldísar þar sem ég tók mig til fyrir árshátið símans þar sem ég eyddi kvöldinu og svona eitthvað af nóttunni. Var bara mjög góður dagur þrátt fyrir þeyting.
Sunnudagurinn fór í rólegheit og fatamátun þar sem ég kíkti til mömmu sem er nýkomin frá Boston með helling af fötum fyrir mig :) og lokaði síðan helginni með bíóferð með henni Guðmundu minni.
Fín helgi enda virðist erfið vika framundan - minnsta kosti leit dagurinn út fyrir það í dag.
jamm og jæja
mánudagur, mars 14, 2005
|
From Go-Quiz.com
Svo þetta nafn:
|
From Go-Quiz.com
fimmtudagur, mars 10, 2005
Hasar
Hasar og læti í vinnunni - er svoldið eftir mig eftir þetta.
Skrifstofufólkið fram í eldhúsi að smyrja samlokur - tókst að redda málum á 15 mínutum eða svo. Kokkaneminn sagði "it´s nice to see the office people in the kitchen working"
Skrifstofublók fyrtist við og sagði hvað heldur þú að við séum að gera á skrifstofunni...... smá misskilningur hahaha.
Kemur í ljós hvað skristofufólkið gerir...... það skrifar blogg.
pufff..... vonandi verðum við ekki meira settar í að smyrja samlokur ;)
Linda smurbrauðsdama
þriðjudagur, mars 08, 2005
Hola
Er með holu - kvíði smá fyrir að fara til tannsa. Hef ekki kviðið fyrir árum saman ;) veit ekki hvort kvíðin er meira fyrir sársauka eða reikningnum. Kannski bara bæði.
og svo spýta....
þriðjudagur, mars 01, 2005
Kveðjur
Finnst oft erfitt að kveðja fólk í síma sérstaklega þegar ég þekki það ekki of vel eða þekki það ekki neitt. Virðist oft ekki vita hvernig á að bera sig að og hvernig kveðjan eigi að vera. Getur leitt til vandræðalegra mómenta. Spurning um að babbla bara áfram þá hahahaha. Jamm ég er svo fyndin. Með algjöran aulahúmor í dag.
Oh well langaði bara að koma því á framfæri.
sjubbilalala