Búin að eiga afmæli!
Mikið að gera um helgina hjá mér.
Á morgun fer ég á námskeið í Úttekt á aðgengi fyrir fatlaða sem verður haldið í Sjálfsbjörg. Svo á sunnudaginn þá fermist bróðir minn. Hann mun fermast í Áskirkju alveg eins og ég :) einnig mun hann fermast einn alveg eins og ég. Nema hvað munurinn er að hann fermist að vorinu en ég fermdist að hausti. Jamm ég fermdist 28.október 1990 hjá honum Árna Bergi alveg eins og Adam bróðir mun gera. Þá er bara um að gera að fylgjast með því hvort hann stendur sig á sunnudaginn. Það er reyndar fínt þegar svona fámennar fermingar eru því það er nefnilega hundleiðinlegt að hangsa í kirkjunni meðan það er verið að ferma einhverja 29 krakka sem þú þekkir hvorki haus né sporð á. Systir mín akkúrat fermdist með einhverjum 30 manns eða álíka.
Annars er ég að mygla úr leiðindum núna!
Góða helgi
föstudagur, mars 22, 2002
þriðjudagur, mars 19, 2002
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)