BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, nóvember 11, 2001

Vísindaferð!

Eftir tvö ár í Háskólanum þá fór ég í mína fyrstu vísindaferð á föstudagskvöldið. Ótrúlegt en satt. Vegagerðin var heimsótt og tóku þau vel á móti okkur, að vísu hef ég náttúrulega ekki samanburð við neitt en mér fannst móttökurnar góðar. Buðu þau okkur upp á bjór, blush og snittur. Sem betur fer var líka gos í boði fyrir mig og hina sem ekki vildu áfengið. Ég reyndar hélt ekki áfram að djamma með krökkunum því ég þurfti að fara að gera verkefni gaman gaman :-)

í gær hins vegar var ég líka dugleg því ég fór til mömmu og var að föndra með henni eða hún með mér og var árangurinn alveg hreint ágætur. Ég má líka til með að segja að ég er farin að huga að jólagjöfum og aldrei fyrr hef ég verið komin með svona fullt af hugmyndum hvað ég get gefið hinum og þessum og þá er bara að fara að versla. Þetta er bara mjög gott mál.

Lærdómurinn er hins vegar ekki í góðum málum, minnsta kosti mætti ég herða mig þar, eins og t.d. núna þar sem ég nenni ekki að læra en verð bara að grípa í rassinn á sjálfri mér og byrja.

Landið virtu, ruslið hirtu