BLOGGER TEMPLATES - TWITTER BACKGROUNDS »

sunnudagur, desember 24, 2000

Gleðileg jól

Hátíð ljós og friðar.

sunnudagur, desember 03, 2000

jamm og jæja

Bara kominn desembermánuður allt í einu, prófin nálgast óðfluga og eins er með jólin. Ótrúlegt en satt.
Ég er á leið í sumarbústað til þess að lesa undir próf og vona að allt gangi samkvæmt áætlun, reyndar líka búin að vera dugleg og kaupa nokkrar jólagjafir og ég held barasta að það hafi ekki komið fyrir áður að ég hafi keypt jólagjöf svona snemma. Eins og sagt er Batnandi manni er best að lifa.

Þeir sem eru í próflestri gangi ykkur vel :)
jóla- og prófkveðjur

miðvikudagur, nóvember 22, 2000

Vonbrigði,vonsvikin og hundfúl.

sunnudagur, nóvember 19, 2000

jamm og jæja, helgin að líða og ég eyði sunnudagskvöldinu í vinnunni.
Allavega þá erum við búin að fá sumarbústað :) þar sem við getum farið og lært í ró og friði vonandi.
Einungis rúmar 2 vikur eftir að skólanum....og maður komin með smá hnút í magan yfir öllu því sem á eftir að lesa fyrir próf.
Ég er búin að fara til Malasíufarana og skoða myndir, þetta var rosa flott því þau voru með digital myndavél og þegar við sem sagt fórum að horfa á myndirnar þá var myndavélinni bara plöggað við sjónvarpið og svo kom hver myndin á fætur annarri. Mjög skemmtileg sýning :)
Það styttist í að ég haldi heim á leið, jíibbíii.
Friður sé með ykkur

mánudagur, nóvember 13, 2000

Allt snýst orðið um helgar, en nú er helgin liðin og ný vinnuvika tekin við.
Óðum styttist í próf, mikið rosalega er tíminn fljótur að líða. Ég og Jens vorum að spá að reyna að fara í sumarbústað í einhvern smá tíma til þess að lesa undir próf og athuga hvort það takist að losna undan freistingunum sem eru í bænum eins og t.d. talvan,bíó og ýmislegt fleira. Allavega vona ég að við fáum bústað til þess að vera i :)

föstudagur, nóvember 10, 2000

Betra er seint en aldrei

Til hamingju með afmælið Birgir. Ég gleymdi náttúrulega ekki að hringja í hann á þriðjudaginn en hann átti afmæli þá þann 7.nóvember :)

Helgin!

Jamm helgin komin eina ferð enn og ég er í fríi :) þ.e.a.s. frá vinnu en eins og námsmenn vita þá er aldrei frí frá skóla ;) því alltaf getur maður jú lært meira og betur. Því miður þá þarf ég að mæta í tíma á morgun í skólanum :( klukkan tíu. Það er annars ekkert planað um helgina. Spá bara í að hafa hana rólega og jú að sjálfsögðu að reyna að kíkja í bók, skólabók.
Njótið lífsins.

laugardagur, nóvember 04, 2000

Ég var að fá síðasta bréfið frá Asíuförum í dag en þau koma víst heim á þriðjudaginn. Mikið rosalega eru 3 vikur fljótar að líða. Mér finnst eins og þau séu rétt nýfarin út. En ég ætla að gefa mér það bessaleyfi að birta smá hluta af bréfinu þeirra hér til að leyfa ykkur að sjá hvað þau segja um Malasíu.

Hae oll saman

Jaja, nu eru adeins thrir dagar thar til vid holdum aftur af stad heim ad hinu kalda Froni. Her hefur lifid gengid vel. Malaysia er fallegt land (eda allavega er Kuala Lumpur falleg borg).

Thad er samt svo skritid ad hverju landi her i Asiu virdist fylgja einhver bolvun. I Singapore eru myndavelar ekki eins odyrar og af er latid, a Bali var vandinn magakveisa og her i Malaysiu er vandamalid flugnabit. Vid litum oll ut fyrir ad vera komin med mislinga af thessum bitum.

Thad er eitt sem er frabaert her i Kuala Lumpur, allir eru a.m.k. thad gafadir ad vita einhver deili a Islandi t.d. ah is Iceland capital of Sweden, eda yes world strongest man, oh very far away, day half year night half year o.fl. en a Bali var alltaf sagt um Island : ah very nice country, sama var sagt um nordur polinn ef vid sogdumst koma fra honum. Ibuar her i Kuala Lumpur eru ekki bara gafadir heldur lika mjog vingjarnlegir og kurteisir. Allstadar er tekid vel a moti manni og their syna mikinn ahuga a ad vita um hvadan madur kemur og hvort allt gangi vel her i borg, einnig benda their okkur a ahugaverda stadi og svoleidis. eina undantekningin er opruttin leigubilstjori sem hirti af okkur heilar 50 iskr fyrir thad ad thykjast ekki vita hvar hotelid okkar var og keyrdi auka hring.

mánudagur, október 30, 2000

Jæja nú er komin mánudagur eina ferðina enn.
Enn að ferðast um á strætó.

fimmtudagur, október 26, 2000

Bílinn farinn, helgin að nálgast og hvað á að gera? Þeir sem eru með hugmyndir endilega sendið mér póst.

Jæja nú erum við búin að gefa bílinn okkar og ætlum að reyna að lifa það af að taka strætó. Strætó er ekki það leiðinlegur ferðamáti fyrir utan það að bíða eftir honum og hvað það tekur alveg óralangan tíma að komast heiman frá mér og niður í Háskóla. Sem segir þá að taka strætó er hundleiðinlegt ;) Annars finnst mér merkilegt að þegar ég bjó í Kópavoginum og tók strætó niður í Háskóla þá var ég fljótari að taka 2 vagna heldur en taka fimmuna frá Laugardalslauginni. Það tók mig um 15-20 mínútur að komast niður í HÍ úr Kópavoginum en tekur mig 30 mínútur að fara með fimmunni frá Laugardalslauginni og niður í HÍ. Merkilegt nokk. Allavega finnst mér það.
Vinkona mín og förunautar hennar eru komin til Bali.

miðvikudagur, október 25, 2000

Tíminn í Evrópu mun breytast næstkomandi sunnudag 29. október. Þeir bloggerar sem vilja hafa íslenskan tíma á bloggernum sínum geta þá breytt.
Fór á búddafyrirlestur í gærkveldi í Odda, varð fyrir uppljómum ;) annars var þetta mjög skemmtilegt og fræðandi. Samt sem áður var þetta allt saman svo rökrétt og mikið "common sense". Ég reyndar nenni ekki að skrifa núna um þennan fyrirlestur en skrifa kannski meira eftir næsta en það er aftur búddafyrirlestur næsta þriðjudag í Odda stofu 101 kl: 20.00 Hvet alla til þess að mæta.

laugardagur, október 21, 2000

Sigur Rós tónleikarnir á fimmtudagskvöldið í Háskólabíó....... VÁ VÁ VÁ.

Fórum á Spotlight á eftir þar sem við heyrðum í Bang Gang og Jagúar var mjög gaman að hlusta á það en það kom ekki í hálfkvist við tónleikana hjá Sigur Rós.
Föstudagskvöldið fór ég síðan í bíó að sjá The Cell með Jennifer Lopez, myndin var flott og nokkuð góð, verður reyndar að viðurkennast að ég var nokkuð smeyk. Reyndar virðist að eftir að aldurinn færist yfir mig að ég eigi erfiðara með að höndla spennumyndir, ég er alltaf að fara á taugum :(
Góða stundir

miðvikudagur, október 18, 2000

Ísland er lítið land og allir þekkja alla eða tengjast á einhvern hátt, það er of löng saga að fara að segja frá nýlegri uppgötvun.
Jæja en vinkona mín er komin til Singapoor og enn sem komið er þá er hún ánægð. Kannski ekki mikil reynsla komin á borgina ennþá, allavega þau voru hrifin af dýragarðinum þar. Reyndar voru þau að tala um að íbúar vildu hafa kalt í kring um sig því það væri allt of hár hitastigsmunur á að vera inni og úti. Það liggur víst við að þau þurfi að klæða sig áður en þau fara inn.Því miður þá virðast þau ekki getað notað bloggerinn eins og til stóð en kannski finna þau eitthvað út úr því, vona það allavega annars er tölvupósturinn líka góður sem ég fæ.
Allavega Sigurrós tónleikar á morgun í Háskólabíó :) hlakka til.

föstudagur, október 13, 2000

Hvernig er þetta með þessa sýningu Agora, af hverju er ekki reynt að gera eitthvað til að trekkja að kvenfólk eða erum við bara alls ekki þessi markhópur? Ég meina það eru þarna hálf naktar stelpur að spila blak en kannski það segir eitthvað meira um karlpeninginn að til þess að hafa áhrif á þá og fá athyglina þá þurfi að vera þarna hálfnaktar stelpur. Þannig að ég tek þessu sem hrósi, það er litið svo á að fyrir kvenmenn þurfi ekki að veiða athyglina með einhverju rugli sem dregur athygli frá sjálfri vörunni eða fyrirtækinu sem er verið að kynna, það er semsagt hugsað að þær stiga í vitið annað en karlpeningurinn :)
Þannig að í framtíðinni ef ég vil ná athygli karlmanna á einhverri vöru hef ég bara nógu fáklædd kvenfólk en til kvenfólksins þá mun ég höfða til vitsins :)

Helgin
Hún Guðmunda kom til mín áðan og tjáði mér það að hún hefði sett upp blogger þannig að ef hún kemst í tölvu í Malasíu þá getum við lesið ferðasögurnar :)) jíibíiii þetta var mjög gott framtak hjá henni.
Góða helgi.

fimmtudagur, október 12, 2000

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld!

Var það örugglega ekki gervihnattaöld eða er þetta eitthvað sem ég var að misheyra í lögum? Það vill nefnilega svo til að ég heyri stundum eitthvað annað en sagt er eða svo er mér sagt. Er ég þá að heyra rangt eða hinir?
Allavega það sem ég vildi sagt hafa eða skrifað er að enn einu sinni er að koma helgi, ekki það að það sé slæmt það er bara að tíminn líður svo hratt að ég hef ekki undan.
Vinkona mín er að fara til Malasíu ásamt kærasta sínum (ætti ég frekar að segja hér sambýlismanni og unnusta?) og systur. Mikið rosalega langar mig að fara þangað en það verður víst að bíða frekari tíma. Ég var að benda þeim á að setja upp blogger svo þau gætu sett upp ferðasögur svo vinir og vandamenn gætu fylgst með. Það mál er í athugun :) vona að þau fari eftir mínum ráðum.
Bon voyage

mánudagur, október 09, 2000

Maður á ekki að vera óþolinmóður.

Það er til margt skrýtið fólk á litla Íslandi.

Dancer in the Dark

Fór á þessa mynd um daginn og hún var frábær. Ég var mjög óviss fyrir hvort ég ætti eitthvað að fara á myndina því hún er búin að fá svo misjafna dóma og því var ég svo hrædd um að verða fyrir vonbrigðum. En það var nú aldeilis ekki. Þetta er alveg rosalega svört mynd en dans og söngatriðiðn komu alveg ótrúlega flott inn og leikurinn hennar Bjarkar var rosalegur. Leikurinn var mjög sannfærandi eins og íþróttamenn nota stundum um íþróttaleiki eitthvað sem ég hef aldrei fattað en það er allt annað mál. Minnsta kosti var myndin allt annað en það sem ég átti von á enda búin að sjá nokkrar myndir eftir Lars von Trier og þær hafa ekki allar fallið í kramið svona eins og Idioterne.

Fíaskó

Horfði á þessa mynd í gærkveldi á vídeó og verð bara að segja að ég hafði mjög gaman að henni. Það var mjög skemmtilegt að sjá hvernig sögurnar þrjár tengdust allar saman :) var alveg frábært. Einnig var góð tilbreyting að hafa einhverja aðra leikara en þá sem eru alltaf í öllum íslenskum bíómyndum. Mæli með þessari :)

Annars er ég frekar þreytt og þarf að vera hér í vinnunni til miðnættis :( langar mest heim að sofa núna.

föstudagur, október 06, 2000

Það er stutt á milli lífs og dauða, gleði og sorgar.

En sorgin kemur vegna gleðinni sem maður átti, en hefur ekki lengur. Seinna meir munu minningarnar ylja mann og gefa manni gleði því minningin er góð og ljúfsár.
Kistulagning er seinasta stundin sem þú munt eiga með manneskjunni þar sem þú hefur tækifæri til að kveðja hana í síðasta skiptið áður en hún mun hverfa sjónum þínum, en minningin lifir.
Lífið heldur áfram á einhvern óskiljanlegan hátt, stundum skilur maður ekki af hverju allir eru svona eðlilegir í kringum mann eins og ekkert hefur gerst, þulan í sjónvarpinu heldur áfram að brosa og kynna hvern dagskráliðinn á fætur öðrum, sjónvarsfréttafólkið flytur fréttir af hörmungum héðan og þaðan en það snertir þig ekki, þér finnst eins og allt eigi að stöðvast það getur bara ekki haldið áfram eins og ekkert séð, það vantar eina manneskju sem tengist þér að vísu er það “bara” ein en þessi eina manneskja er einhver sem þú þekktir og snertir þig.

fimmtudagur, september 28, 2000

Næstu daga á ég að fara að gera veðurathuganir, þurfum að gera þetta fjórum sinnum á dag í átta daga en sem betur fer erum við tvö saman þannig að þetta verða bara fjórir dagar hjá mér :)
Ég er mjög fegin því að minnsta kosti að við þurfum ekki að gera veðurathuganir á 3 tíma fresti eins og gert er á veðurathugunarstöðum. Tíminn líður alveg þvílíkt hratt og helgin að koma aftur, ég er sem betur fer ekki að vinna um helgina þannig að planið er að læra sem mest en svona inn á milli að slappa af :)

miðvikudagur, september 27, 2000

Smakkaði ís með appelsínu- og kirsjuberjasósu í gærkvöldi. Skrýtið!
Fór á Hallow Man á mánudagskvöldið, myndin var fín, flott hvernig þetta er allt saman gert. En náttúrulega eins og kvikmyndir flestar eru þá koma þarna atriði sem er ekki raunhæf en þetta er bíómynd sem um að gera er að hafa gaman af eða á maður kannski að taka kvikmyndir alvarlega!
Ég er búin að reyna að vera dugleg undanfarna daga og sitja við lærdóminn niðri í skóla hefur gengið bara ágætlega :) þurfti að vísu síðan að fara að vinna í kvöld :( en stefnan er að halda áfram að vera dugleg.

laugardagur, september 23, 2000

Það er frekar erfitt að velja útlit á þessa síðu. Veit ekkert hvernig ég vil hafa hana en þá verður maður bara að prófa sig áfram.

föstudagur, september 22, 2000

Magga er komin með blogger :)

Þvílík vonbrigði þegar ég var niðri í skóla í dag og ætlaði að linka á Möggu þá kemur insert link merkið ekki :( í netscapinu og ég kann ekki minnsta kosti ekki enn sem komið er að gera þetta á einhvern annan hátt ef einhver sem langar mikið til að kenna mér :) þá hafa samband við mig.

Helgin nálgast óðfluga

Hvað á að gera, aldrei þessu vant er fullt að gera. Merkilegt nokk hvað allt þarf alltaf að hrúgast á sömu helgi. Ömurlegast við það er að þurfa að vera í tímum á föstudögum frá 17-20. Þarf líka að vinna þessa helgi og svo er Gullbrúðkaup hjá afa og ömmu, innflutningspartý og annað partý. Annars óska ég ykkur bara góðrar helgi og gangið hægt inn um gleðinnar dyr :)

þriðjudagur, september 19, 2000

Það er sérstakur dagur í dag!

Fór í réttir um helgina........ mikið rosalega var kalt og mikil bið. Helgin var annars ágæt en erfið og lítil svefn. Fór á pöbbinn á Búðardal var frekar troðið ábyggilega vegna þess að réttirnar voru þessa helgi en þetta er ábyggilega eini pöbbinn á staðnum en hey það er þó pöbb :)
Hér með skora ég á Jens að koma heimasíðunni sinni í gang og bloggernum aftur, sakna þess að sjá ekki skrifin hans :)
Afi og amma eiga 50 ára brúðkaupsafmæli á laugardaginn, það er að verða frekar sjaldgæft að fólk sé gift svona lengi eða hvað haldið þið?
Annars hef ég ekkert merkilegt að segja.

fimmtudagur, september 14, 2000

Ég held að ég verði ekki voða dugleg að skrifa hér inn. Ég hef mikið verið að pæla því sem sumir vefleiðarar hafa verið að segja að tölvur séu ódýrari í rekstri heldur en kvenfólk, mér er spurn hvað er svona dýrt? Ég get vel skilið að það þarf að eyða tíma með kvenmanninum en rekstur!!!! Er semsagt verið að segja mér að leið og karlpeningurinn kynnist kvenfólki að þá fari þeir að halda þeim uppi?? Mig langar til þess að fá einhver rök fyrir því hvað er svona dýrt. Það getur kannski verið að þar sem þeir eyða tíma sínum með kvensunni þá þarf að fara í bíó gera hitt og þetta sem kostar pening en mundu þeir ekki fara í bíó hvort sem er? Svo er náttúrulega spurning kannski eru þeir alltaf að borga fyrir stelpuna.......... ég veit ekki en gaman væri að fá einhver svör.

„Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni." Þeir sem vita hvað þessi málsháttur þýði endilega látið mig vita :)

þriðjudagur, september 12, 2000

Mitt fyrsta blogg

Þá er bara að demba sér út í þetta, byrjaði upphaflega að lesa alla vefleiðarana mjög reglulega en varð síðan "tilneydd" til að byrja þ.e.a.s. ég sá hjá vefleiðurum blogg um "góðverk". Það liggja mismunandi ástæður á bak við góðverkin ef slíkt skyldi kallast. Sumir hafa þetta af hugsjón, mér finnst t.d. ekki rétt að segja um Móðir Theresu eða frekar ætti að segja að fólkið sem hún hafi hjálpað hafi bara lifað þokkalega í örbirgðinni því ég held hún hafi gert miklu meira, hún gaf fólki von og birtu inn í líf þeirra og hafði áhrif á fólk út um allan heim ekki bara á Indlandi. Það eru ekki allir í þessum veraldlegum hlutum því þeir sjá enga tilgang með því og vilja hafa eitthvað "æðra" sem gæti falist í því að hjálpa öðrum.
Málið með "vanþróuðu löndin" er að hin vestrænu ríki hafa arðrænt þau lönd, t.d. af hverju fara stórar og mengandi verksmiðjur til þessara landa en eru ekki í heimalöndunum?
Þessi lönd er líka oft ekkert að vinna úr framleiðslu þeirra auðlinda sem eru í landinu, þ.e.a.s. þau selja til vestræna ríkja sem vinna svo úr afurðinni og geta selt á hærra verði. Það sem "vanþróuðu löndunum" vantar er að vinna úr sínum auðlindum til að selja til þess að fá hærra verð fyrir það :)

Læt þetta duga í bili